Velkomin(n) á nýja heimasíðu sparisjóðanna. Efni á heimasíðunni hefur verið uppfært en aðgengi að gögnum og upplýsingum er sett upp á svipaðan hátt og á gömlu heimasíðum sparisjóðanna.
Þetta er liður í uppfærslu kerfa hjá sparisjóðunum. T.d er nýr heimabanki í prófunum hjá okkur og viðskiptavinum verður fljótlega boðið uppá að tengjast inn í nýjan heimabanka, sem er einfaldur í notkun og skalanlegur fyrir snjalltæki.
Ábendingar um villur og það sem betur má fara á nýjum vef eru vel þegnar.