Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. verður haldinn á Fosshóteli Húsavík, mánudaginn 28. apríl 2025 og hefst hann kl. 18:30. Boðið verður upp á kvöldverð í
byrjun fundar.
Dagskrá fundarins:
1. Fundarsetning, skipan starfsmanna.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins síðastliðið starfsár.
3. Staðfesting á endurskoðuðum ársreikningi sparisjóðsins og tillaga
sparisjóðsstjórnar um ráðstöfun hagnaðar.
4. Kosning löggilts endurskoðanda.
5. Tillaga stjórnar að breytingum á samþykktum sparisjóðsins.
6. Kosning sparisjóðsstjórnar.
7. Fundarhlé – talning atkvæða
8. Kosning í tilnefningarnefnd.
9. Ákvörðun um þóknun stjórnar.
10. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.
11. Önnur mál.
Stjórn Sparisjóðs Suður- Þingeyinga
Vakin er athygli á því að það getur komið til þess að fundarmenn þurfi að sanna á sér deili og því ráðlagt að hafa skilríki meðferðis.
Hér má sjá fundarboð ásamt tillögum um breytingar á samþykktum sem lagðar verða fram.