Forkaupsréttur stofnbréfa rennur út 1. september 2022.

Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga hefur stjórn hans heimild til að auka stofnfé með útgáfu nýrra stofnfjárhluta um allt að kr. 50.000.000,-.  Útboðsgengi er 1,0 og hafa núverandi stofnfjáreigendur forkaupsrétt að þessum hlutum til 1. september 2022.

Áhugasömum er bent á að senda inn erindi, fyrir 1. september 2022 á póstfangið spthin@spthin.is eða hafa samband í síma 464-6200, vilji þeir nýta sér forkaupsréttinn og hafi þeir áhuga á frekari kaupum. 

Ef aðrir en forkaupsréttarhafar hafa áhuga á að eignast stofnfé í sjóðnum þá er þeim velkomið að hafa samband eða senda inn beiðni um kaup á ofangreint póstfang.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram eru nafn, kennitala, tölvupóstfang, sími, hvort nýta eigi forkaupsrétt, hvort óskað er kaupa umfram forkaupsrétt, eða ef nýr aðili óskar eftir stofnfé þá hvaða fjárhæð hann hefur áhuga á að kaupa, hvernig greiðslu skuli háttað og hvenær, sé ekki er gengið frá greiðslu þegar í stað.