Breyttur opnunartími afgreiðslu hjá Sparisjóði Strandamanna

Breyttur opnunartími afgreiðslu vegna Covid-19

Frá og með miðvikudeginum 25. mars 2020 verða eftirfarandi breytingar á afgreiðslu Sparisjóðs Strandamanna ses. á Hólmavík:

  • Afgreiðsla opin frá kl 13:00 til 16:00 alla virka daga.
  • Pakkar og sendingar til íbúa og fyrirtækja á Hólmavík verða keyrðar út milli kl. 16:00 og 17:00 (á við um sendingar sem eru gjaldfríar eða greitt hefur verið fyrir).
  • Í þeim tilfellum þegar greiða þarf fyrir póstsendingar má greiða með millifærslu í gegnum síma, 455-5050.
  • Þeir sem þurfa nauðsynlega að nálgast póstsendingar á öðrum tíma geta hringt í síma 455-5050.
  • Hraðbanki verður opinn frá 09:00 til 19:00 virka daga.

Erindum verður áfram svarað í síma frá kl. 09:00 til 16:00 og hægt er að senda tölvupóst á spstr@spstr.is

Vinnum saman. Fækkum smitleiðum.

Við erum öll almannavarnir !