Hér má sjá nýja gjaldskrá sparisjóðsins sem tekur gildi 1. maí 2025. Breytingar er á þónokkrum liðum á meðan flestir halda sér. Með breytingunni er einnig gerð tilraun til að einfalda gjaldskránna með því m.a. að fella út gjöld sem eiga ekki lengur við eða sjóðurinn hefur ekki verið að nýta sér, tilgreina gjöld aðeins einu sinni en ekki í mörgum köflum, skýra texta þar sem því er við komið og fleira. Núverandi gjaldskrá sem gefin var út 20. desember 2021 gildir til og með 30. apríl.