Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses. verður haldinn á Breiðumýri, miðvikudaginn 8. maí 2024 og hefst hann kl. 17:00.
Boðið verður upp á kvöldverð í fundarhléi.
Drög að dagskrá fundarins:
Ársreikningur sjóðsins verður birtur þann 24. apríl 2024. Frá þeim tíma fram yfir aðalfund verður lokað fyrir viðskipti með stofnfé. Hægt er að senda inn erindi er varða fjárfestingu í stofnfjárbréfum á tölvupóstfangið spthin@spthin.is.
Endanleg dagskrá fundar verður auglýst og send stofnfjáraðilum í síðasta lagi 24. apríl.
Stjórn Sparisjóðs Suður-Þingeyinga ses.
Umboðsform ef veita á öðrum stofnfjáraðila umboð sjá reglur hér að neðan um veitingu umboðs og breytingartillögu sem lögð verður fyrir fundinn.
Stjórn gerir tillögu um breytingu á einni grein í samþykktum sparisjóðsins. Um er að ræða 19. grein , 2. mgr.
Hér á eftir má sjá tillögu stjórnar um breytingar á samþykktum sparisjóðsins:
19. gr.
Nú er fundur ekki lögmætur og skal þá boða fund að nýju með sama hætti og segir í 18. gr. innan eins mánaðar, en þess jafnframt getið að fundurinn sem boðað var til áður hafi reynst ólögmætur, og er nú fundurinn lögmætur, sé löglega til hans boðað.
Stofnfjáreiganda er heimilt að fela öðrum umboð til að fara með rétt sinn á fundi stofnfjáreigenda. Umboðið er heimilt að afturkalla hvenær sem er. Umboðsmaður, sem vera skal úr hópi stofnfjáreigenda, skal leggja fram skriflega, dagsetta og vottfesta yfirlýsingu frá stofnfjáreiganda, um umboð sitt. Umboðsmanni er óheimilt að fara með umboð fyrir fleiri en einn stofnfjáreiganda. Sama umboð gildir aðeins fyrir einn fund.
Lagt er til að greinin verði svohljóðandi:
Nú er fundur ekki lögmætur og skal þá boða fund að nýju með sama hætti og segir í 18. gr. innan eins mánaðar, en þess jafnframt getið að fundurinn sem boðað var til áður hafi reynst ólögmætur, og er nú fundurinn lögmætur, sé löglega til hans boðað.
Stofnfjáreiganda er heimilt að fela öðrum umboð til að fara með rétt sinn á fundi stofnfjáreigenda. Umboðið er heimilt að afturkalla hvenær sem er. Umboð skal veitt einstaklingi úr hópi stofnfjárhafa, skal það vera skriflegt, dagsett og vottfest eða undirritað gildri rafrænni undirritun. Í samræmi við markmið 4 greinar um breiðan hóp stofnfjárhafa og 5. gr. um takmarkanir á söfnun atkvæðamagns á hendur fárra stofnfjárhafa, er einum og sama einstaklingi óheimilt að fara með umboð fyrir fleiri en einn stofnfjárhafa. Einstaklingur telst þó ekki koma fram í skjóli umboðs þegar hann kemur fram sem fyrirsvarsmaður lögaðila sem er stofnfjárhafi í krafti formlegrar stöðu sinnar hjá lögaðila, þ.e. stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri. Umboð skal veitt einstaklingi úr hópi stofnfjárhafa og getur stofnfjárhafi sem er lögaðili ekki farið með umboð. Umboðsmanni er óheimilt að framselja umboð sem honum er veitt. Sama umboð gildir aðeins fyrir einn fund. Í vafatilvikum hefur fundarstjóri úrskurðarvald..
Þeim sem kunna að hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnar sparisjóðsins, sem aðal- eða varamenn, er bent á að hafa samband við tilnefningarnefnd, nánari upplýsingar má finna hér:
https://www.spar.is/sparisjodur-s-thingeyinga/um-sparisjodinn/um-sparisjodinn/valnefnd