Þú getur sinnt öllum helstu bankaviðskiptum í appinu t.d:
Þú notar rafræn skilríki til að skrá þig inn í appið í fyrsta skipti. Eftir það getur þú notað andlits- eða fingrafaragreiningu við innskráningu. Við fyrstu notkun þarf einnig að samþykkja Heimabanka- og Appskilmála Sparisjóðsins.
Athugið - Af öryggisástæðum verður reglulega beðið um innskráningu með rafrænum skilríkjum
Nei. Það er ekki hægt. Þú verður að nota rafræn skilríki til að brja að nota appið og eftir það nota andlits- eða fingrafaragreiningu.
Já. Núverandi viðskiptavinir fá sjálfkrafa aðgang að appinu en þurfa að samþykkja Heimabanka- og Appskilmála Sparisjóðsins. Nýjir viðskiptavinir fá aðgang við upphaf viðskipta.
Hvernig stilli ég hvaða reikningar birtast undir "Yfirlit"?
Þú smellir á tannhjólið efst í hægra horni appsins á forsíðu og notar svo augntáknin til að fela eða birta reikninga.
Hvernig sæki ég PIN númer fyrir kort?
Þú getur sótt PIN númer á kortum með því að smella á "Meira" neðst í vinstra horni appsins og velur þar "PIN-númer". Þar birtast þau kort sem þú ert með og hnappar til að sækja PIN númerin.
Já, undir "Meira" og "Lán" velur þú lánið sem þú vilt greiða inn á og reikning sem taka á út af og framkvæmir innborgunina á lánið. Einfalt og þægilegt.
Hvað eru rafræn skjöl?
Undir "Rafræn skjöl" birtast ýmis skjöl t.d. launaseðlar, viðskiptayfirlit, reikningar o.fl.
Hvernig sé ég yfirlit yfir lánið mitt?
Lánayfirlit birtist neðst undir "Yfirlit". Einnig geturu séð meira með því að smella á lánið eða farið í "Meira" neðst í vinstra horni appsins og velur þar "Lán".
Get ég flett upp í þjóðskrá í appinu?
Hægt er að fletta upp í þjóðskrá í appinu undir "Meira" og "Þjóðskrá".
Hvernig get ég stækkað og minnkað letur í appinu?
Leturstærðin fylgir alltaf stillingum símans. Til þess að stækka/minnka letur getur þú gert eftirfarandi:
IOS - Settings, Display & Brightness og smella á Text Size. Þar getur þú stillt stærðina á stöfunum með því að draga til hægri eða vinstri.
Android - Settings, leitar eftir Font Size. Þar getur þú stillt stærðina á stöfunum með því að draga til hægri eða vinstri.
Get ég stillt þema í appinu?
Já. Þú getur stillt Dökkt þema eða ljóst þema undir "Meira", "Stillingar" og smellir á "Þema".