Dagatal Sparisjóðsins 2024

Andri Freyr Arnarsson

Fæðingarár: 1986

Framfari ólst upp á Snæfjallaströnd og Hólmavík þar sem hann óx og mannaðist undir verndarvæng og söngvum móður sinnar og foreldra hennar.

Tónlist hreif hann og fangaði strax á unga aldri en sjálfur byrjaði hann ekki að spila á hljóðfæri fyrr en seint á unglingsárum. Eftir að hafa sjálfur handleikið, faðmað að sér og lært á hin ýmsu hljóðfæri þá hóf hann að semja eigin tónverk, ásamt því að taka þátt í allskyns tónlistarverkefnum og listahátíðum. Má þar til dæmis nefna kvikmyndatónlist hans fyrir heimildarmyndina „Af jörðu ertu kominn“ og fyrir útvarpsþætti á Rás 1.


Nýverið gaf Framfari út sína fyrstu sólóplötu. Verkið ber heitið „Góða Nótt“ og er angurvær tónlist til að sofna við. Tónsmíðarnar eru byggðar upp á píanó, strengjum og spiladós sem saman skapa svefnværð í hugljúfum einfaldleikanum. Teikning á plötuumslagi er eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur.

Komdu í heimsókn og tryggðu þér eintak

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?